Femínistafélag Akureyrar

Thursday, April 06, 2006

Harma ummæli utanríkisráðherra um konur

Eftirfarandi eru ályktun sem Femínistafélag Akureyrar gaf frá sér eftir ummæli Geirs H. Haarde:

Femínistafélag Akureyrar harmar þau ummæli sem að ágætur utanríkisráðherra, Geir H. Haarde lét frá sér á fundi síðastliðið laugardagskvöld, þar sem hann ræddi um brottför hersins og þá möguleika sem við ættum í stöðunni. Geir notaði eftirfarandi samlíkingu: "Það er ekki alltaf hægt að fara heim með sætustu stelpunni á ballinu, en önnur gerir kannski sama gagn"

Feminstafélagi Akureyrar leikur forvitni á að vita hvað hæstvirtur utanríkisráðherra átti við með þessari samlíkingu. Sem ráðamaður þjóðarinnar á Geir H. Haarde að gæta orða sinna og vera öðrum til fyrirmyndar. Feministafélag Akureyrar vill benda honum á að klaufalegt orðalag hans gerir ekki einungis lítið úr konum heldur líka honum sjálfum.
-->

<< Home