Femínistafélag Akureyrar

Thursday, April 19, 2007

The meeting on 19th of April

We wanted to raise foreign womens awareness of the Feminist Movement of Akureyri. The aim of the meeting was to get broader views into the Movement by formally inviting foreign women to the meeting. Even though the message perhaps did not reach many foreign women in Akureyri, we want to emphasise that their views on Akureyri´s society are more than welcome within this community. It was mentioned at the meeting that some women did not want to attend the meeting because they do not consider themselves as ´feminists´. As a movement, we would like to stress that the changing of views on feminism is central to this movement, and we would like to encourage all questions on feminism within the community. Another view was brought up, which is that foreign women feel isolated within Akureyri´s community. As a response to that, the Movement welcomes people of all nationalities to participate in our meetings.

Konur á Akureyri - leiðtogar!

Femínistafélag Akureyrar vill fagna því að haldið var leiðtoganámskeið fyrir konur á Akureyri í lok síðasta mánaðar. Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, stóð fyrir þessu námskeiði sem þó var á engan hátt flokksbundið í sjálfu sér. Yfir fimmhundruð konur tóku þátt í námskeiðinu, sem sýnir þann vilja og dug kvenna á Akureyri til að efla leiðtogahæfileika sína. Þróttmiklar leiðtogakonur héldu þar erindi og blésu lífi í baráttuanda þátttakenda.

Femínistafélag Akureyrar vill lýsa ánægju sinni yfir þessu framtaki og vonar að það verði þátttakendum til framdráttar, sem og öðrum.

Áfram stelpur!!!

Tuesday, April 17, 2007

Ísland með Evrópumet í launamun kynjanna

Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur, greindi frá miður ánægjulegri þróun kynbundins launamunar á Íslandi í dag. Ísland er með Evrópumet í launamun kynjanna og ekki er útlit fyrir að hann minnki. Svo talar fólk um að femínistar eigi nú bara aðeins að slaka á og leyfa hlutunum að þróast "eðlilega". Verði þróunin í samræmi við spá Lilju, þá vilja ég flokka það undir þróun sem er almennt viðurkennd en á engan hátt eðlileg eða ásættanleg. Við þessu verður að bregðast.
(ruv.is: http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item151223/)

Friday, April 13, 2007

Kisulórur og sjálfsöryggi

Jessi Stein með femíniska nálgun á þau gildi sem poppbransinn boðar. Hún fjallar hér um raunveruleikaþátt kisulórubrúðanna.

KONUR / WOMEN / KOBIETY

Hvernig er hið nýja líf í norðri?
Femínistafélag Akureyrar mun ræða um reynsluheim erlendra kvenna á Norðurlandi 19. apríl á Café Amour kl. 20:30.
Hver er þín sýn?

-------------------------------------------------------------------------------------

How is the new life in the north?
The Feminist Movement of Akureyri will be discussing the experience of foreign women in the north of Iceland on the 19th of April in Café Amour at 20:30.

Have your say!

-------------------------------------------------------------------------------------


Jak wygląda nowe życie na północy?
Feministyczny ruch Akureyri będzie dyskutować o przeżyciach kobiet pochodzących z innych krajów na północy Islandii 19 kwietnia w Café Amour 20:30.

Powiedzcie co wam w duszy gra!

-------------------------------------------------------------------------------------

Allir velkomnir / Everyone welcome / Zapraszamy wszystkich

FemAk
femakureyri@gmail.com/femak.blogspot.com

Thursday, December 21, 2006

Í tilefni jólanna! Gleðileg jól :)

Monday, October 30, 2006

Næsti fundur

Næsti fundur verður þriðjudaginn 7. nóvember klukkan 20:00.
Það er ekki alveg komið á hreint hvar fundurinn verður þar sem að viðe rum að reyna að redda okkur okkur örðu húsnæði þar sem ekki ekki vínveitingasala svo að allir aldurshópar geti nú mætt löglega á fundi hjá okkur :)

En við munum láta vita fljótlega hvort að það náist fyrir næsta fund.

Annars kærar þakkir fyrir fundinn á kvennafrídaginn, hann heppnaðist afar vel!
Þakkir til ykkar allra fyrir að mæta og vera svona skemmtileg :)

Hádegisfundur í Reykjavík ef einhver er staddur þar!

Samfélagið, félag framhaldnema við félagsvísindadeild Háskóla Íslands,
stendur fyrir hádegisfundi í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Fundurinn verður
haldinn 1. nóvember milli klukkan 12:00-13:00 og ber heitið: Nauðganir á
Íslandi. Hvað getum við gert?

Fríða Thoroddsen fulltrúi stjórnmálafræðiskorar innan Samfélagsins setur
fundinn.

Frummælendur:
Eyrún Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Neyðarmóttöku vegna nauðgana.
Gísli Hrafn Atlason, fulltrúi karlahóps Femínistafélagsins.

Pallborðsumræður með þátttöku fulltrúa stjórnmálaflokka:
1. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkur.
2. Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokkur.
3. Guðrún Ögmundsdóttir, Samfylkingin.
4. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænir.
5. Margrét Sverrisdóttir, Frjálslyndi flokkurinn.

Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir fréttamaður.

Fundurinn er öllum opinn.

Monday, October 23, 2006

Þarf að efast um kjark kvenna?

Þriðjudaginn 24. október er 31. árs afmæli kvennafrídagsins.

Í því tilefni ætlar Femínistafélag Akureyrar að hittast þann dag á efri hæð Cafe Amour klukkan 20:30 og hafa umræðufund. Yfirskrift fundarins verður; "Þarf að efast um kjark kvenna?"

Vonandi verða þarna með okkur tveir heiðursgestir sem að munu taka þátt í umræðunum og deila visku sinni og reynslu með okkur.

Við tökum það fram að um er að ræða óformlegan umræðufund þannig að allir geta tekið þátt í spjallinu og í raun er alveg frjálst ef að einhver vill koma með upplestur úr bók eða ljóði eða hvað sem er :)

Endilega mætið hress og kát!

Kveðja

Femak

Sunday, October 15, 2006

Fundur 17. okt

Fundur hjá Femínistafélagi Akureyrar verður þriðjudagskvöldið 17. október kl. 20:00.
Fundurinn verður á efri hæð Cafe Amour, sem er kaffihús niður í miðbæ Akureyrar.

Endilega öll að mæta þar sem að þetta er síðasti fundurinn fyrir afmæli kvennafrídagsins og við höfum margt að skipuleggja! :)