Femínistafélag Akureyrar

Sunday, April 30, 2006

1. maí

Jæja þetta er orðið ansi gott og langt páskafrí hjá okkur! :)

En á morgun er 1. maí og þá finnst okkur kjörið að minnast láglaunafólks í landinu. Feministafélag Íslands ætlar sérstaklega að minnast láglaunakvenna og fara í göngu með kröfuspjöld og vera með skemmtilegheit.

Okkur fannst alveg kjörið að apa eftir því og gera slíkt hið sama, nema hvað að það verður engin ganga í ár!
En við höfum samt hugsað okkur að mæta á hátíðarhöldin niður í bæ og hver veit nema við búim við eitt til tvö kröfuspjöld svona til gamans ;)

Annars er svo spurning hvað við gerum af okkur á 6. maí en þá er hinn skemmtilega "Megrunarlausi dagurinn."
Ég hvet ykkur til að fylgjast með hér á síðunni - Við gætum tekið upp á því að vera með eitthvað þann daginn okkur til fræðslu og skemmtunar.

Sjáumst hress á morgun í bænum!

P.s það hefur komið upp sú hugmynd að gera pásu á formlegum hluta félagsins svona yfir suamrtímann. Sem sagt að halda ekki reglulega fundi heldur bara vera dugleg að blogga hér inn og skrifa greinar. Þetta kemur til af því að mikill hluti félagsins er bundinn við skólana hér og fer út á landsbyggðina yfir sumarið. Stefnan er þá að koma á fundum aftur næsta haust og fara þá í skólana og kynna félagið.
Endilega segið ykkar skoðun á því.
-->

<< Home