Pælingar dagsins

Þetta er mynd sem að ég rakst á í Fréttablaðinu í dag, 9. júní.
Þetta er s.s mynd frá leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins sem var haldinn í Reykjavík.
Flest allt eru þetta forsætisráðherrar - en burt séð frá því þá er þessi mynd eitthvað svo mikil snilld og það má lesa ýmislegt táknrænt úr henni :)
Allt karlmenn nema ein lítil hvítklædd kona út á enda.
Svona er þetta mikið í dag. Konur eru jú að komast í meiri áhrifa stöður en þær voru vanar hér í denn en samt er þeim ekki treyst fyrir "raunverulegum" völdum. Forsætisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, fjárráð innan fyrirtækja og svo framvegis.
Pælið aðeins í þessu.
Annars nálgast 19.júní óðfluga. Ég vona að allt félagsfólk Feministafélagsins hafi fengið póst frá okkur nú þegar. Ef ekki, sendið þá línu hér í komment.
Og þið hin sem viljið gerast meðlimir - sendið línu!
<< Home