Femínistafélag Akureyrar

Wednesday, September 06, 2006

Starfið hafið

Jæja þá var fyrsti fundur vetrarins haldinn í gærkveldi.
Við hittumst á kaffihúsinu Amour hér í bæ klukkan 20 og það var bara nokkuð góð mæting. Mörg ný andlit og nýjar hugmyndir.
Á fundinum var ákveðið að fyrsta starf félagsins í vetur yrði að kynna starf okkar og hugmyndir. Rætt var um að fara í framhaldsskólana og jafnvel efstu bekki grunnskólanna. Einnig að fara í það að hengja upp auglýsingar og einfaldlega að spread the word.

Ýmsar hugmyndir komu upp í gær; eins og hvert við sjáum félagið stefna og hvað við viljum gera.

Við viljum endilega hvetja sem flesta til að taka þátt. Þið getið skráð ykkur í félagið með að senda póst á femakureyri@gmail.com og þá eruð þið komin í póstgrúbbu og fáið fréttir af því sem við erum að gera hverju sinni.

Ákveðið var að hafa fundi annan hvern þriðjudag og verður því næsti fundur þriðjudaginn 19. september kl. 20, og ætli hann verði ekki bara á Amour.

Ef þið hafið einhverjar skoðanir, sögur, pistla eða hugsun varðandi jafnrétti og/eða feminisma, endilega sendið það á ofangreint e-mail og við birtum það.
-->

<< Home