Femínistafélag Akureyrar

Monday, October 23, 2006

Þarf að efast um kjark kvenna?

Þriðjudaginn 24. október er 31. árs afmæli kvennafrídagsins.

Í því tilefni ætlar Femínistafélag Akureyrar að hittast þann dag á efri hæð Cafe Amour klukkan 20:30 og hafa umræðufund. Yfirskrift fundarins verður; "Þarf að efast um kjark kvenna?"

Vonandi verða þarna með okkur tveir heiðursgestir sem að munu taka þátt í umræðunum og deila visku sinni og reynslu með okkur.

Við tökum það fram að um er að ræða óformlegan umræðufund þannig að allir geta tekið þátt í spjallinu og í raun er alveg frjálst ef að einhver vill koma með upplestur úr bók eða ljóði eða hvað sem er :)

Endilega mætið hress og kát!

Kveðja

Femak
-->

<< Home