Femínistafélag Akureyrar

Thursday, April 19, 2007

Konur á Akureyri - leiðtogar!

Femínistafélag Akureyrar vill fagna því að haldið var leiðtoganámskeið fyrir konur á Akureyri í lok síðasta mánaðar. Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, stóð fyrir þessu námskeiði sem þó var á engan hátt flokksbundið í sjálfu sér. Yfir fimmhundruð konur tóku þátt í námskeiðinu, sem sýnir þann vilja og dug kvenna á Akureyri til að efla leiðtogahæfileika sína. Þróttmiklar leiðtogakonur héldu þar erindi og blésu lífi í baráttuanda þátttakenda.

Femínistafélag Akureyrar vill lýsa ánægju sinni yfir þessu framtaki og vonar að það verði þátttakendum til framdráttar, sem og öðrum.

Áfram stelpur!!!
-->

<< Home