Femínistafélag Akureyrar

Monday, October 30, 2006

Hádegisfundur í Reykjavík ef einhver er staddur þar!

Samfélagið, félag framhaldnema við félagsvísindadeild Háskóla Íslands,
stendur fyrir hádegisfundi í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Fundurinn verður
haldinn 1. nóvember milli klukkan 12:00-13:00 og ber heitið: Nauðganir á
Íslandi. Hvað getum við gert?

Fríða Thoroddsen fulltrúi stjórnmálafræðiskorar innan Samfélagsins setur
fundinn.

Frummælendur:
Eyrún Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Neyðarmóttöku vegna nauðgana.
Gísli Hrafn Atlason, fulltrúi karlahóps Femínistafélagsins.

Pallborðsumræður með þátttöku fulltrúa stjórnmálaflokka:
1. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkur.
2. Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokkur.
3. Guðrún Ögmundsdóttir, Samfylkingin.
4. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænir.
5. Margrét Sverrisdóttir, Frjálslyndi flokkurinn.

Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir fréttamaður.

Fundurinn er öllum opinn.
-->

<< Home