Femínistafélag Akureyrar

Friday, June 16, 2006

Endilega skoðið þessa auglýsingu.

Friday, June 09, 2006

Pælingar dagsinsÞetta er mynd sem að ég rakst á í Fréttablaðinu í dag, 9. júní.
Þetta er s.s mynd frá leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins sem var haldinn í Reykjavík.
Flest allt eru þetta forsætisráðherrar - en burt séð frá því þá er þessi mynd eitthvað svo mikil snilld og það má lesa ýmislegt táknrænt úr henni :)
Allt karlmenn nema ein lítil hvítklædd kona út á enda.

Svona er þetta mikið í dag. Konur eru jú að komast í meiri áhrifa stöður en þær voru vanar hér í denn en samt er þeim ekki treyst fyrir "raunverulegum" völdum. Forsætisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, fjárráð innan fyrirtækja og svo framvegis.
Pælið aðeins í þessu.

Annars nálgast 19.júní óðfluga. Ég vona að allt félagsfólk Feministafélagsins hafi fengið póst frá okkur nú þegar. Ef ekki, sendið þá línu hér í komment.
Og þið hin sem viljið gerast meðlimir - sendið línu!

Sunday, June 04, 2006

Áskorun: Vændi er ekki íþrótt

Við ákváðum að stela þessu af síðu Feministafélagi Íslands og setja hér inn og þar sem að nafn okkar er ekki á undirskriftalistanum bættum við okkar samtökum við hérna hjá okkur.

Fulltrúar íslensku kvennahreyfingarinnar hafa afhent eftirfarandi áskorun Þýska sendiráðinu og Knattspyrnusambandi Íslands:

Í júní og júlí næstkomandi fer fram heimsmeistarakeppnin í fótbolta í Þýskalandi. Því miður hefur vændi verið lögleitt sem hver önnur atvinnugrein þar í landi og samkvæmt alþjóðasamtökunum Coalition Against Trafficing in Women er undirbúningur hafinn til að flytja inn 40.000 konur frá mið- og austur Evrópu. Þessar konur, eiga að „þjóna“ þeim körlum sem leggja leið sína á heimsmeistarakeppnina.

Með þessu er verið að blanda saman íþróttum og kynbundnu ofbeldi, ýta undir mansal og hlutgera konur sem kynlífsleikföng karlmanna. Vændi hefur alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir konur og aldrei er ásættanlegt að líkamar kvenna gangi kaupum og sölum. Við skorum á Knattspyrnusamband Íslands að mótmæla þeirri ofbeldisvæðingu sem á sér stað samhliða heimsmeistarakeppninni og koma þeim skilaboðum til FIFA. Einnig er skorað á þýsku ríkisstjórnina að axla félagslega ábyrgð, beita sér gegn mansali og öðru kynbundnu ofbeldi og lýsa því yfir að íþróttir og mannleg niðurlæging eigi ekki samleið.

Bríet – félag ungra femínista
Femínistafélag Íslands
Konur gegn limlestingu
Kvenfélagasamband Íslands
Kvennaráðgjöfin
Kvenréttindafélag Íslands
Neyðarmóttaka vegna nauðgunar
Prestur Innflytjenda
Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Samtök um kvennaathvarf
Stígamót
UNIFEM á Íslandi
V-dagssamtökin
Feministafélag Akureyrar