Femínistafélag Akureyrar

Monday, October 30, 2006

Næsti fundur

Næsti fundur verður þriðjudaginn 7. nóvember klukkan 20:00.
Það er ekki alveg komið á hreint hvar fundurinn verður þar sem að viðe rum að reyna að redda okkur okkur örðu húsnæði þar sem ekki ekki vínveitingasala svo að allir aldurshópar geti nú mætt löglega á fundi hjá okkur :)

En við munum láta vita fljótlega hvort að það náist fyrir næsta fund.

Annars kærar þakkir fyrir fundinn á kvennafrídaginn, hann heppnaðist afar vel!
Þakkir til ykkar allra fyrir að mæta og vera svona skemmtileg :)

Hádegisfundur í Reykjavík ef einhver er staddur þar!

Samfélagið, félag framhaldnema við félagsvísindadeild Háskóla Íslands,
stendur fyrir hádegisfundi í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Fundurinn verður
haldinn 1. nóvember milli klukkan 12:00-13:00 og ber heitið: Nauðganir á
Íslandi. Hvað getum við gert?

Fríða Thoroddsen fulltrúi stjórnmálafræðiskorar innan Samfélagsins setur
fundinn.

Frummælendur:
Eyrún Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Neyðarmóttöku vegna nauðgana.
Gísli Hrafn Atlason, fulltrúi karlahóps Femínistafélagsins.

Pallborðsumræður með þátttöku fulltrúa stjórnmálaflokka:
1. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkur.
2. Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokkur.
3. Guðrún Ögmundsdóttir, Samfylkingin.
4. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænir.
5. Margrét Sverrisdóttir, Frjálslyndi flokkurinn.

Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir fréttamaður.

Fundurinn er öllum opinn.

Monday, October 23, 2006

Þarf að efast um kjark kvenna?

Þriðjudaginn 24. október er 31. árs afmæli kvennafrídagsins.

Í því tilefni ætlar Femínistafélag Akureyrar að hittast þann dag á efri hæð Cafe Amour klukkan 20:30 og hafa umræðufund. Yfirskrift fundarins verður; "Þarf að efast um kjark kvenna?"

Vonandi verða þarna með okkur tveir heiðursgestir sem að munu taka þátt í umræðunum og deila visku sinni og reynslu með okkur.

Við tökum það fram að um er að ræða óformlegan umræðufund þannig að allir geta tekið þátt í spjallinu og í raun er alveg frjálst ef að einhver vill koma með upplestur úr bók eða ljóði eða hvað sem er :)

Endilega mætið hress og kát!

Kveðja

Femak

Sunday, October 15, 2006

Fundur 17. okt

Fundur hjá Femínistafélagi Akureyrar verður þriðjudagskvöldið 17. október kl. 20:00.
Fundurinn verður á efri hæð Cafe Amour, sem er kaffihús niður í miðbæ Akureyrar.

Endilega öll að mæta þar sem að þetta er síðasti fundurinn fyrir afmæli kvennafrídagsins og við höfum margt að skipuleggja! :)

Tuesday, October 03, 2006

Fundur!

Komiði sæl!

Það verður feministafundur í kvöld klukkan 20:00 á efri hæðinni á amor. Umræðuefni verður kvennafrídagurinn 24. okt.

Endilega látið sjá ykkur!